top of page

Samskiptagreining er raunmat á stöðu samskipta í fyrirtækinu


Þegar verið er að glíma við samskiptavandamál hjá starfsfólki, getur stundum verið algjört úræðaleysi um hvernig eigi að taka á því. Það koma upp spurningar eins og:

- Hversu stórt er vandamálið?

- Hvað margir tengjast vandamálinu?

- Hver er grunnurinn í vandamálinu?

- Í hvaða deild þarf að byrja að taka á vandamálinu?



Til að mæta þörfinni og svara þessum spurningum, býður GORDON býður upp á svo kallaða LET 360° samskiptagreiningu sem getur verið eftir einstaklingum, sviðum, deildum eða verkhópum. Með því að framkvæma þessa greiningu reglulega, kemur fram lifandi þróun um stöðu samskipta hjá starfsfólkinu á mismuandi stöðum í fyrirtækinu. Með svona aðgerð verður síðan hægt að meta stöðuna á hverjum tíma og um leið þörfina fyrir endurmenntun í samskiptum.

1. Greina stöðuna LET samskiptagreiningin mælir hvort slæm samskipti standi í vegi fyrir að ná hámarks árangri í fyrirtækinu. Greiningin er á netinu og nafnlaus.

2. Innleiða breytingar Ef niðurstaða greiningar gefur vísbendingar um að bæta megi stöðuna, fara stjórnendur og starfsmenn á LET vinnustofu til að bæta samskipti og átakafærni.

3. Mæla árangur Einum mánuði eftir LET vinnustofu, er aftur gerð greining til að mæla þann árangur sem hefur náðst. Slík greining er síðan gerð reglulega á eins til þriggja til sex mánaða fresti til að meta hvaða eftirfylgni er nauðsynleg til að viðhalda árangri.


bottom of page